Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.3.2010 | 02:34
Að verða gjaldþrota eða ekki ad verða gjaldþrota...
Ég hef ekki bloggað lengi hérna á mbl blogginu enda var ég einn þeirra fyrstu sem pakkaði saman og flúði land þegar ég sá í hvað stefndi á þessu landi. Eftir að hafa hlustað á Andrés Magnússon geðlækni í silfri Egils í febrúar 2008 um íslenska "efnahagsundrið" þar sem hann benti á að samkvæmt hagtölum hjá seðlabanka íslands fengist ekki betur séð að íslenska útrásin væri ekkert annað en ímyndun, Og væri hún seld væri ofan í landann með áróðri einkarekinna fjölmiðla. Fram kom í máli Andrésar að ef hagtölur væru skoðar kæmi í ljós að neikvæð ávöxtun væri á hinni svokölluðu útrás og væri það 200 milljarðar á ári sem töpuðust á fjármála snilli íslelenskra útrásavíkinga.
ég fluttist til dannmerkur mitt ár 2008 og var ekki búin að búa lengi í danaveldi þegar orð Andrésar voru staðfest þegar hrikti í stoðum hagkerfisins heima og íslenska efnahagsundrið ásamt öllu bankakerfi íslands lagðist til hinstu hvílu með pompi og prakt. Fyrir marga kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti sem flestir hefðu sofið a feigðarósi keyrandi um á nýja bílnum með fellihýsið í eftirdragi himinlifandi og áhyggjulaust, Fyrir þetta fólk var íslenskur raunveruleiki ævintýri líkastur. Gátu þeir sem aldrei höfðu haft tækifæri til nú fjárfest í fasteign með 100% veðihlutfalli þökk sé framsóknarflokknum. Skilaboðin sem send voru út voru að fasteignabólan mundi aldrei springa og og uppsveiflan engan endi taka. Það að kaupa íbúð borgaði betri arð en að vinna í fullri vinnu. Til að auka enn á hagnaðinn við að fjárfesta í egin húsnæði var okkur seld sú hugmund að ekkert væri betra en að fjármagna kaupin í erlendri mynt því þá væru vextir miklu lægri og áhættan engin.
Ég hef fylgst með afleiðingum hrunsins á Íslandi á hliðarlínunni. Vitum við öll hvernig tekist hefur til síðan þessar hamfarir gengu yfir íslenska þjóð. Er nú svo komið að í dag laugardag verðum við fyrsta þjóðin sem fær að greiða atkvæði um hvort hér verði sama frjálshyggjumeðalið neitt ofan í okkur eins og aðrar þjóðir sem einhverra hluta vegna hafa þurft áaðstoð alþjóðasamfélagsins eða alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Allt svo að einkavæða gróðann og kannski það sem málið snýst um að Þjóðvæða tapið til komandi kynslóða. Ótti þeirra þjóða sem standa fyrir efnahags þvingunum og eineltis aðgerðum í garð okkar íslendinga (Bretar og hollendingar) mega ekki til þess hugsa að hér fái almenningur að taka ákvarðanir hvort skuldarfangelsi sé sú framtíðarsýn sem við kjósum eða hér ríki sanngirni.
Ótti þerra felst í fordæmisgildi þjóðaratkvæðisgreiðslu á íslandi fyrir önnur lönd sem stefna í svipað strand og ísland á ég þá við Grikkland, Spán og eystrasaltið. Nú þegar hefur almenningur í Ameríku, Bretlandi, Norðurlöndum og evrusvæðinu tekið á sig miklar byrðar fyrir hina súper ríku feitu ketti sem þegar á botninn er hvolft. Hirða hverja einustu krónu sem dælt hefur verið inn í bankakerfi vesturlanda genum risa bónusa og kaup á (toxic assets) vafningum af rusl bréfum sem þeir sjálfi högnuðust gríðarlega á meðan allt var á uppleið. Núna höfum við íslendingar einstakt tækifæri til að segja hingað og ekki lengra, Ekki á minni vakt. Ætla að leyfa Matthew Lynn að eiga síðasta orði hérna .......
ný Könnun hérna vinstramegin á síðunni endilega svara :)
Góðar stundir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 02:04
They Call us Shepple ! ! ! ! ! ! ! ! !
Thad sem vantar er malefnalega umrædu um ESB. thetta er ekki bara gjaldmidill, og fiskurinn er ekki eina fyrirstada thess ad vid gongum i thetta bandalag.Educate your self
Ekki bara horfa a baugsfrettir og kaupa thad sem thar er borid fram. Astadan fyrir ad her gerist ekki neitt til ad koma hugsandi folki vid styrid a tjodarskutunni er ad spunavelarnar eru a fullu ad fa okkur til ad adgreina okkur fra hverju odru. Thad sidasta sem stjornvold vilja er ad folkid Standi samann. Thetta hefur oft verid kollud hin gullna regala stjornmlanna divide and conquer Thetta snyst ekki um DO Bjorgulf Thor Jon asgeir X-D eda X-s. thetta snyst um hvort landid verdi sett a klafa atjodavædingarinnar med ollu tilheirandi Solu a sjalfstædi okkar og skerdingu rettinda.
Einar Mar sagdi I grein sinni i mogganum i sidustu viku ad hann teldi ad her væri hætta ad herna gæti Fasismi nad fotfestu her og thar held eg ad hann hafi hitt naglan a hofudid, litid a hvad er ad gerast i kringum okkur. Bjorn komin med leynitjonustu og litinn her til ad berja nidur thessa ørfau hugrokku salir sem thora ad risa upp og nota sin lydrædislega rett ad motmæla. Okuur var synt thad i beinni utsendingu i sumar i motmælum vorubilstjora hvernig er tekid a borgurum thessa lands sem ekki eru i sama batnum og thetta pakk.
Hvenar ættlar folk ad hætta thessu skotgrafarhernadi ?DO eda ekki DO skiptir ekki mali! allir virdast vera bida eftir ad Stjornvold segi okkur hvad for urskeidis thegar sa timi kemur, enn ekki nuna nu eigum vid ad thegja og vera god. Hvenar ættlidi ad fatta ad thetta verdur ekki neitt odruvisi en med Kvotann Øryrkjamalid bankanna tjodhagsstofnun. You are being taken for a rideVid erum oll islendingar og erum oll i sama batnum thad er rett. Spurningin er eru their sem stjorna thessu landi med okkur hinum i skutunni ? thetta lid allt er buid as syna fram a tvilika vanhæfni i starfi ad væri thetta i eitthverri annari atvinnugrein væru buid ad reka thetta folk fyrir longu fyrir vanrækslu i starfi. Eg tel svo vera ad Island se eign tjodarinnar og ad thetta folk se i vinnu hja okkur landsmonnum. Hvernig væri ad reka thetta folk allt samann. Thad er ekki flokid bara spurning um framkvæmd.
Viva la Revolution !
Kv fra
DK
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2008 | 21:55
Bear Stearns, The Federal Reserve og JP Morgan ! !
Rakst á þetta video á jútúb. Athyglisverðir hlutir sem koma þarna fram þá sérstaklega í lokin. The Fedral Reserve er ekki seðlabanki í eigu hins opinbera eins og hér heima, heldur er hann í eigu 10 stærstu bankastofnana í USA þar á meðal marg umrædds J.P Morgan ! þetta er allt sami skíturinn í sömu skál. Þegar talað er um að The Fed hafi "lánað" JPM fyrir kaupunum þá er þetta færsla á fé úr einum vasa í annan og hvaðan koma peningarnir ? Þessir snillingar eru með lausn á því þó í gangi sé lausafjár kreppa þá er bara að skella prentvélunum í gang og prenta það sem vantar ef þannig má að orði komast. Afleiðingar þessa er hratt rýrnandi verðmæti dollars Svo er fólk hissa á að dollarinn sé einskins virði... Hvað finnst þér kæri lesandi hvert er verðmæti Pappírsins með smá grænum lit ? þar er ekkert á bakvið dollar þetta er lítið verðmætara en mattador peningar nema þá að dollar er prentaður báðu megin. þetta er allt gert að yfirlögðu ráði samanber greining hér að neðan. Einnig mæli ég með að lesa falið vald á Vald.org ef þig langar til að skilja þetta allt betur
20.3.2008 | 03:53
Tent cities spring up in LA ! ! ! Fyrstu fórnarlömb kreppunar
Var að sækja minn skammt af lýðræðislegri umræðu um efnahagsmálin á eyjublogginu þegar ég rakst á þetta video. Þetta fer ekki hátt. þetta er frekar óhugnanlegt að fyrir þetta fólk, að það skuli ekki vera neitt félagslegt net til þess að koma til móts við það þegar illa fer. Kannski að það sé lítið skárra hér ef allt fer á vesta veg?
Kannski bara spurning um forgangsröðun og réttar áherslur, hvernig væri að leggja fé í að halda lífi í sínum eigin þegnum frekar en að sóa því öllu í einhverju mikilmennsku og olígræðgisbrjálæði með fjöldamorðum á Íraökum og öðrum minnihlutahópum í fjarlægum heimsálfum ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 00:51
Af hverju er allt á leiðinni ti Fjandans? Noam Chomsky Svarar......
BBC viðtal við Chomsky
Part 1
Part 2
Af hverju er allt á leiðinni ti Fjandans
Noam Chomsky Er án efa einn greindasti maður okkar tíma
Hérna er líka linkur inn á Fyrirlestur hanns Distorted Morality
Einnig fleira með honum hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2007 | 16:59
Frumraun bloggarans Alcan vs Ísland 0-1
Ég bara get ekki setið á mér lengur. Kosningarnar í Hafnafirði voru gott dæmi um hvernig íbúalýðræði er nauðsinlegt til að sýna ríkinu aðhald í málum sem varða þjóðina alla. Má útfæra svona kosningar betur í framtíðinni. Hefði mátt leggja þetta í dóm þjóðarinnar allrar og einnig er nauðsynlegt að koma á einhverjum reglum um hámarks upphæð sem verja má í kosningarbaráttu í málum sem þessu. Bar ekki mikið á auglýsingum frá sól í straumi enda var kosnaður vegna kosningarbaráttu þeirra eingöngu 3,5 milljónir. Var áróður Alcan mjög áberandi í öllum fjölmiðlum í útvarpi og sjónvarpi. Þá er mér spurt hvað kostaði þessi kosningabarátta Alcan? Og vegna hótana Alcan um að álverinu verði lokað ef þeir fái ekki sínu fram má líkja við nauðgun að þvinga fram vilja sínum á kosnað nátturu íslands, hefði þessi stækkun verið samþykkt má líkja því við að við tækjum upp þá stefnu að semja við hryðjuverkamenn. Þá virðast hagsmunir landeiganda við Þjórsá algjörlega verið sniðgengnir í þessu máli. Kom það fram í fréttum stöðvar 2 að landeigendur við þjórsá væru mjög ósáttir við að virkjað yrði í neðri hluta Þjórsár, samt staðæfir Árni Mattisen á alþingi að honum sé ekki kunnugt um neina andstöðu við vikjanaáætlanir landsvirkjunar í Þjórsá. Finnst mér ríkið fara offari í þessu máli og spáir maður óhjákvæmlega í hagsmunum hverra ríkið er að gæta, okkar eða stórfyrirtækja utan úr heimi sem reyna að kúga okkar litlu þjóð með hótunum. Hefur Jón Sigursson iðnaðarráðherra og formaður framsóknar sagt að þessi kosning sé ekki bindandi varðandi virkjanakosti í Þjórsá, verður virkjað þar hvort sem okkur líkar betur eða verr og orkan seld til næsta biðlara á lista hina viljugu fyrirtækja um álbræðslu og stóriðju á íslandi. Eru þessir flokkar sem nú stjórna orðnir uppfullir af valdahroka ríkisfyrirhyggju sem sýnir sig í staðfestu þeirra við stóriðjuvæðingu í óþökk meira en helmingi þjóðarinnar. Ætla ég að kjósa stjórnarandstöðuna í von um breyttar áherslur í umhverfismálum og stóriðju á þessu fallega landi, sem við erum bara með til afnota en ekki eignar eins og núverand ríkistjórn vill halda. Það er siðferðisleg skylda okkar að skila landinu til komandi kynslóða í góðu jafnvægi en ekki búið að fullnýta allar orkuauðlindir í álbræðslur með tilheyrandi mengun og jarðraski.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldór Kristinn Haraldsson
Eldri færslur
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar