7.3.2010 | 02:34
Að verða gjaldþrota eða ekki ad verða gjaldþrota...
Ég hef ekki bloggað lengi hérna á mbl blogginu enda var ég einn þeirra fyrstu sem pakkaði saman og flúði land þegar ég sá í hvað stefndi á þessu landi. Eftir að hafa hlustað á Andrés Magnússon geðlækni í silfri Egils í febrúar 2008 um íslenska "efnahagsundrið" þar sem hann benti á að samkvæmt hagtölum hjá seðlabanka íslands fengist ekki betur séð að íslenska útrásin væri ekkert annað en ímyndun, Og væri hún seld væri ofan í landann með áróðri einkarekinna fjölmiðla. Fram kom í máli Andrésar að ef hagtölur væru skoðar kæmi í ljós að neikvæð ávöxtun væri á hinni svokölluðu útrás og væri það 200 milljarðar á ári sem töpuðust á fjármála snilli íslelenskra útrásavíkinga.
ég fluttist til dannmerkur mitt ár 2008 og var ekki búin að búa lengi í danaveldi þegar orð Andrésar voru staðfest þegar hrikti í stoðum hagkerfisins heima og íslenska efnahagsundrið ásamt öllu bankakerfi íslands lagðist til hinstu hvílu með pompi og prakt. Fyrir marga kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti sem flestir hefðu sofið a feigðarósi keyrandi um á nýja bílnum með fellihýsið í eftirdragi himinlifandi og áhyggjulaust, Fyrir þetta fólk var íslenskur raunveruleiki ævintýri líkastur. Gátu þeir sem aldrei höfðu haft tækifæri til nú fjárfest í fasteign með 100% veðihlutfalli þökk sé framsóknarflokknum. Skilaboðin sem send voru út voru að fasteignabólan mundi aldrei springa og og uppsveiflan engan endi taka. Það að kaupa íbúð borgaði betri arð en að vinna í fullri vinnu. Til að auka enn á hagnaðinn við að fjárfesta í egin húsnæði var okkur seld sú hugmund að ekkert væri betra en að fjármagna kaupin í erlendri mynt því þá væru vextir miklu lægri og áhættan engin.
Ég hef fylgst með afleiðingum hrunsins á Íslandi á hliðarlínunni. Vitum við öll hvernig tekist hefur til síðan þessar hamfarir gengu yfir íslenska þjóð. Er nú svo komið að í dag laugardag verðum við fyrsta þjóðin sem fær að greiða atkvæði um hvort hér verði sama frjálshyggjumeðalið neitt ofan í okkur eins og aðrar þjóðir sem einhverra hluta vegna hafa þurft áaðstoð alþjóðasamfélagsins eða alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Allt svo að einkavæða gróðann og kannski það sem málið snýst um að Þjóðvæða tapið til komandi kynslóða. Ótti þeirra þjóða sem standa fyrir efnahags þvingunum og eineltis aðgerðum í garð okkar íslendinga (Bretar og hollendingar) mega ekki til þess hugsa að hér fái almenningur að taka ákvarðanir hvort skuldarfangelsi sé sú framtíðarsýn sem við kjósum eða hér ríki sanngirni.
Ótti þerra felst í fordæmisgildi þjóðaratkvæðisgreiðslu á íslandi fyrir önnur lönd sem stefna í svipað strand og ísland á ég þá við Grikkland, Spán og eystrasaltið. Nú þegar hefur almenningur í Ameríku, Bretlandi, Norðurlöndum og evrusvæðinu tekið á sig miklar byrðar fyrir hina súper ríku feitu ketti sem þegar á botninn er hvolft. Hirða hverja einustu krónu sem dælt hefur verið inn í bankakerfi vesturlanda genum risa bónusa og kaup á (toxic assets) vafningum af rusl bréfum sem þeir sjálfi högnuðust gríðarlega á meðan allt var á uppleið. Núna höfum við íslendingar einstakt tækifæri til að segja hingað og ekki lengra, Ekki á minni vakt. Ætla að leyfa Matthew Lynn að eiga síðasta orði hérna .......
ný Könnun hérna vinstramegin á síðunni endilega svara :)
Góðar stundir
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:04 | Facebook
Um bloggið
Halldór Kristinn Haraldsson
Eldri færslur
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.