4.4.2007 | 16:59
Frumraun bloggarans Alcan vs Ísland 0-1
Ég bara get ekki setið á mér lengur. Kosningarnar í Hafnafirði voru gott dæmi um hvernig íbúalýðræði er nauðsinlegt til að sýna ríkinu aðhald í málum sem varða þjóðina alla. Má útfæra svona kosningar betur í framtíðinni. Hefði mátt leggja þetta í dóm þjóðarinnar allrar og einnig er nauðsynlegt að koma á einhverjum reglum um hámarks upphæð sem verja má í kosningarbaráttu í málum sem þessu. Bar ekki mikið á auglýsingum frá sól í straumi enda var kosnaður vegna kosningarbaráttu þeirra eingöngu 3,5 milljónir. Var áróður Alcan mjög áberandi í öllum fjölmiðlum í útvarpi og sjónvarpi. Þá er mér spurt hvað kostaði þessi kosningabarátta Alcan? Og vegna hótana Alcan um að álverinu verði lokað ef þeir fái ekki sínu fram má líkja við nauðgun að þvinga fram vilja sínum á kosnað nátturu íslands, hefði þessi stækkun verið samþykkt má líkja því við að við tækjum upp þá stefnu að semja við hryðjuverkamenn. Þá virðast hagsmunir landeiganda við Þjórsá algjörlega verið sniðgengnir í þessu máli. Kom það fram í fréttum stöðvar 2 að landeigendur við þjórsá væru mjög ósáttir við að virkjað yrði í neðri hluta Þjórsár, samt staðæfir Árni Mattisen á alþingi að honum sé ekki kunnugt um neina andstöðu við vikjanaáætlanir landsvirkjunar í Þjórsá. Finnst mér ríkið fara offari í þessu máli og spáir maður óhjákvæmlega í hagsmunum hverra ríkið er að gæta, okkar eða stórfyrirtækja utan úr heimi sem reyna að kúga okkar litlu þjóð með hótunum. Hefur Jón Sigursson iðnaðarráðherra og formaður framsóknar sagt að þessi kosning sé ekki bindandi varðandi virkjanakosti í Þjórsá, verður virkjað þar hvort sem okkur líkar betur eða verr og orkan seld til næsta biðlara á lista hina viljugu fyrirtækja um álbræðslu og stóriðju á íslandi. Eru þessir flokkar sem nú stjórna orðnir uppfullir af valdahroka ríkisfyrirhyggju sem sýnir sig í staðfestu þeirra við stóriðjuvæðingu í óþökk meira en helmingi þjóðarinnar. Ætla ég að kjósa stjórnarandstöðuna í von um breyttar áherslur í umhverfismálum og stóriðju á þessu fallega landi, sem við erum bara með til afnota en ekki eignar eins og núverand ríkistjórn vill halda. Það er siðferðisleg skylda okkar að skila landinu til komandi kynslóða í góðu jafnvægi en ekki búið að fullnýta allar orkuauðlindir í álbræðslur með tilheyrandi mengun og jarðraski.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook
Um bloggið
Halldór Kristinn Haraldsson
Eldri færslur
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.